Innihald:

170g rifinn ostur

2 msk rjómaostur

85g möndlumjöl

1 egg

smá salt og annað krydd eftir smekk

 

Aðferð:

Setjið ost og rjómaost í skál og hrærið saman. Bræðið í örbylgjuofni, passið að stoppa reglulega til að hræra.

Setjið möndlumjöl og egg ásamt kryddi út í og hrærið með gaffli. Hnoðið svo saman eins og hægt er – þetta er mjög blautt og klístrað og því gott að bleyta hendina með vatni áður en það er hnoðað.

Setjið á bökunarpappír og aðra örk yfir, dreifið úr með höndum eða fletjið með kökukefli.

Bakað þar til orðið fallega gyllt á lit, gott að stinga botninn með gaffli til að það komi ekki loftbólur.

Svo er bara að raða öllu því lágkolvetna áleggi sem hugurinn girnist á pizzuna og skella þessu aftur í ofninn!

Tilvalið að nota sömu uppskrift og setja hvítlaukssalt og ost yfir botninn og skera í hvítlauksbrauðstangir, eða bara borða sem hvítlauksbrauð!

Upprunalega uppskriftin er hér

Advertisements