1000g nautahakk – eða það hakk sem þú vilt nota
80g sveppir
50g laukur
1 hvítlauksostur
200g tómatar úr dós

Krydd: chili, smoked paprika, garlic salt, salt, pipar, hvítur pipar.

Steikið hakkið, fínsaxið lauk og sveppi og steikið með hakkinu. Skerið hvítlauksostinn smátt og bræðið í vatni. Setjið allt saman í stóran pott, kryddið að vild og látið malla í góða stund. Athugið að bæta við vatni ef það á að fá að malla lengi. Ég skellti þessu í slowcooker og hafði í gangi meðan ég var í vinnunni 🙂

Gott að strá osti yfir. Öll uppskriftin er 10g af kolvetnum en hún dugar fyrir alveg 5-6 manns.

Advertisements