100g smjör
4 dl rjómi
4 msk sukrin gold
smá salt
vanilludropar eða vanillustevia

Til tilbreytingar setti ég 60g af sykurlausu súkkulaði út í og það kom vel út. Næst hugsa ég að ég prufi að setja lakkrísduft.

Allt sett í pott og látið malla á mjög lágum hita í um það bil kukkutíma – leyfa þessu að  þykkna svolítið.

Svo er bara að skella þessu í mót og kæla í frysti, þá er hægt að skera í bita. Það þarf samt að geyma þetta í frysti áfram – verður aldrei grjóthart hvort sem er 🙂

Advertisements