Lagkaka

Þessa gerði ég fyrir jólin og held hún eigi stóran þátt í að ég hafi náð að halda mér á strikinu yfir hátíðarnar. Mæli með henni – fljótgerð og mjög lík hinni venjulegu. Ef þú átt ekki brúnkökukrydd þá er hægt að setja engifer, negul og kanill í staðinn 🙂

Það sem var enn betra – krökkunum fannst hún jafn góð og þessi venjulega!

http://krom.is/sykur-og-hveitilaus-lagkaka-sem-klarast-alltaf-strax/

3 egg – aðskilja rauður og hvíturnar
100 g Gott í matinn rjómaostur til matargerðar
2 msk möndlumjöl
1 tsk vínsteinslyftiduft eða venjulegt lyftiduft
15 dropar kanil stevia (má sleppa)
salt klípa
30 g sukrin melis
2-3 msk brúnkökukrydd

Stífþeytið eggjahvíturnar ásamt lyftidufti og salt klípu. Þeytið hitt hráefnið í annarri skál. Bragðið á til að finna hversu mikið brúnkökukrydd þið viljið. Bætið eggjahvítum varlega saman við seinni skálina. Dreifið á olíuborinn bökunarpappír eða smjörpappír sem fyllir heila ofnskúffu. Bakið við 175 gráður í 10-15 mínútur.

Krem:
100 g smjör
80 g sukrin melis
1 msk vanilluextract eða dropar
10 dropar vanillu stevia (má sleppa)

Þeytið smjörið ásamt örlítlu af sukrin melis. Bætið smátt og smátt meiru af sætu út í og síðast setjið þið vanilla extract eða vanilludropa í kremið.

Skerið deigið í sex jafnstóra bita. Smyrjið kremi á einn bitann, setjið síðan lag yfir og endurtakið þar til úr verður þrjár hæðir. Setjið kökurnar í álpappír og geymið í kæli.

Advertisements