Oopsie – upprunaleg uppskrift frá http://www.disukokur.is/2014/02/oopsie.html en ég hef breytt henni með tilliti til kolvetnamagns.

Ég hef alveg leikið mér aðeins með þessa uppskrift, sett mismunandi krydd. Nota þetta sem brauð, hamborgarabrauð, stundum sem pizzabotn. Mjög gott að búa sér til góða samloku, hér er t.d. Oopsie með Dijon sinnepi, mayo, bacon og sveppum.
Hef geymt þær í kæli í 5-7 daga og fryst en þá er gott að setja bökunarpappír á milli þeirra 🙂
3 egg
100 g smurostur
Aðskilja hvítur frá rauðum. Stífþeyta hvíturnar þar til þær standa sjálfar. Smurostur og eggja rauður þeytt vel saman og varlega bætt út í eggjahvíturnar með sleif. Passa að hræra ekki of mikið. Nota skeið til að setja á plötu með bökunarpappír. Hægt að gera stakar kökur eða leyfa þessu að vera ein stór og skera eftir bakstur. Bakað við 150 gráður í 15-20 mínútur.
Hægt er að krydda með hvaða kryddi sem er til að auka fjölbreytileika og eins hægt að nota bragðbættan smurost 🙂
Advertisements