Þessi réttur finnst mér ótrúlega fljótlegur og góður – krakkarnir mínir elska hann líka! Einfalt að breyta þessu í súpu með því að bæta við vatni og fiskikrafti 🙂

300g rækjur
200g wok mix grænmeti eða hvaða grænmeti sem er
2 msk rjómaostur
100g rifinn ostur
Krydd: Karrý, svartur pipar, hvítur pipar, salt.

Rækjur og grænmeti afþýtt, og steikt á pönnu. Það kemur smá vökvi úr þessu og hann á bara að vera með á pönnunni. Bætt við rjómaostinum og kryddum og leyft að malla. Í lokin er svo rifinn ostur settur út á.

Þessi réttur væri snilld með blómkálsgrjónum – en ég átti ekki blómkál og nennti ekki spes ferð í búð eftir þeim.

Advertisements