Sörur

Sörur eru ómissandi partur af jólunum. Það er bara eitthvað við það að laumast í eina Söru úr frystinum. Ég held ég hafi borðað 1-2 svona á hverju kvöldi yfir jólin! Og drakk próteinkakó með 🙂 Ekki slæmt!

Það er hægt að gera þetta sem litlar kökur, eða í heila ofnskúffu – sem sparar tíma…

Þessi uppskrift er frá http://www.disukokur.is/2013_09_01_archive.html
Botn
3 eggjahvítur (stofuhita)
1 dl sukrin melis
70 g möndlumjöl
8-10 dropar Via-Health stevia án bragðs
Eggjahvítu, sukrin og stevia þeytt saman þar til orðið stíft. Möndlumjölið er varlega bætt við og blandað með sleif. Sett á bökunarpappír með skeið eða setja í sprautupoka og sprauta. Það verða ca 20 kökur úr þessari uppskrift og þær stækka ekki í ofninum. Sett í ofn sem er 130 gráður heitur (ekki með blæstri) og bakað í 40 mín.
Krem
1 dl sukrin melis
3 eggjarauður
6-8 dropar Via-Health stevía bragðlaus
100 g mjúkt smjör
2 tsk kakó
2 tsk insta kaffi (ég notaði bara duftið beint úr boxinu)
Öllu blandað vel saman.
Krem er sett á kökurnar þegar þær eru orðnar kaldar. Gott að nota skeið og gera “fjall” úr kreminu. Kökurnar settar í frysti og svo þegar kremið er orðið vel kalt er það bara að dýfa þeim ofan í bráðið súkkulaði 🙂

 

Advertisements