Ef þið eruð ekki að fylgjast með Elísabet á ketofun snappinu þá skuluð þið endilega byrja á því núna.

Hún á heiðurinn af þessari frábæru Frómas uppskrift og leyfði mér að deila henni með ykkur.

2-3 matarlímsblöð
250ml rjómi
1 skammtur nectarprótein – bragðefni af eigin vali
2 eggjarauður
1 msk sukrin melis (hægt að nota sukrin gold líka en hann er ekki æskilegur á CN)

Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn. Þeytið rjóman, bætið próteininu út í þegar hann er hálf þeyttur.

Þeytið sukrin og eggjarauður saman.

Næstu skref gerði Elísabet í potti, en ég skellti þessu í örbylgjuna af því ég var að flýta mér 😉

Settu smá vatn og rjóma í pott/glas og hitið -ekki sjóða. Kreistið vökvan úr matarlímsblöðunum og setjið út í heita rjómann/vatnið – hrærið þar til þau eru uppleyst. Blandið matarlímsblöndunni út í eggjarauðurnar og hærið. Setjið svo allt heila klabbið út í þeytta rjómann og hrærið varlega með sleif.

Kælið í ísskáp og verið viss um að það séu fleiri að fara að borða með ykkur svo þið klárið þetta ekki allt í einu lagi…!

Ég notaði chocolate truffle nectar próteinið – ég get samt alveg ímyndað mér að Fuzzy Navel próteinið sé gott líka. Bragðið af því minnir mig svolítið á ananasfrómas. Prufa það pottþétt næst.

Ég gleymdi að taka mynd – fann þessa bara á netinu…

Advertisements