Þessi uppskrift er mjög góð! “Húðin” á fisknum verður mjög krispý og minnir svolítið á þegar fólk notar kornflex í sama tilgangi.

1/2 poki af Flæskesvær (þessi tegund fæst í krónunni)
3 egg
800g ýsubitar
Krydd að eigin vali – ég notaði eftirlæti hafmeyjunnar, hvítlaukssalt og best á allt

Myljið snakkið, ég hellti úr pokanum, setti smá í hann aftur og muldi með kökukefli þar til allt var orðið vel mulið. Setti þetta svo í hand”hakkara” (frá tupperware) og muldi enn betur og bætti kryddi út í.

Pískið eggin saman. Dífið fisknum í egg, svo í mylsnuna og steikið á pönnu. Klárið að elda í gegn í ofninum.

Með þessu hafði ég smjörsteikta sveppi og kokteilsósu.

Afganginn setti ég í box, kokteilsósu yfir og rifinn ost – klárt til að hita upp í vinnunni á morgun!

Það er pottþétt hægt að nota þetta líka til þess að gera nagga 🙂

Advertisements