Chia grautur er eitthvað sem mér finnst svo hentugt að hafa með mér í vinnuna. Ofur einfalt að gera og lítil fyrirhöfn og hægt að gera í ýmsum útgáfum.

Grunnurinn að mínum er svona:

2dl vatn
2msk chiafræ
Fræin látin liggja í bleyti í vatninu, þarf að hræra í eftir fyrstu mínúturnar. Læt þetta oft bara vera yfir nótt.

Út í þetta set ég svo rjóma og nectarprótein með bragðefni.

Núna var ég að gera tilraun að láta fræin liggja í bleyti í möndlumjólk sem ég fann (kolvetnalaus) og setti MCT olíu út í til að fá fituna. Ég setti svo waldens farm karamelusíróp út í og ætla að sleppa próteininu í þetta sinn.

Advertisements