Mjög óhefðbundinn dagur matarlega séð. Sé hvort ég nenni að skrifa upp dagana hér á milli sem vantar – þeir voru svona algjörar reddingar því ég var með veikt barn.

10:00 Chiagrautur (borðaði bara helminginn því ég hafði sett olíu út í fræin um leið og vatnið og þá kom olían í veg fyrir að fræin drukku vatnið í sig – mjög ólystugt en bragðið svosem eins og það átti að vera)

12:00 2 kjúklingaleggir

14:00 Afgangur frá kvöldmatnum í gær. Kjúklingur í karrý rjómaostasósu og blómkálsstappa með bræddum osti yfir.

17:00 Ful Fil próteinstöng

21:00 75g camembert og 20g chilisulta (sjá uppskrift hér undir “Sultur)
Harðfiskur og smjör

Það fór allt í kerfi við að morgunmaturinn var ónýtur og ég hef einhvernveginn ekki orðið almennilega södd í dag. Fæ mér líklega eitthvað fyrir svefninn

Advertisements