400g smjör
100g kókosmjöl sem ég ristaði á pönnu (eða svona hálfristaði)
30g kakósmjör
30g sukrin
6 dropar stevía
5g kakó
1 tsk vanilludropar
1 tsk kanill

Ég bræddi smjörið og blandaði öllu út í. Mér finnst sukrin leysast betur upp ef það er hitað. Svo hrærði ég í þessu þegar þetta var að stífna svo þetta myndi ekki skilja sig og skellti þessu í form þegar smjörið var orðið þétt og stíft. Annars má alveg gera eins og með venjulegar kókoskúlur, láta smjörið mýkjast við stofuhita og hnoða öllu saman. Þetta var fljótlegt og gott.

Þessi uppskrift er kolvetnameiri en Súkkulaði heslihnetu uppskriftin en er mjög góð og fínt að eiga í frystinum svona sem spari. Uppskriftin í heild er 11,6 kolvetni. Það eru 0.29g kolvetni í hverjum bita ef þessu er skipt í 40 bita 🙂

Svo ef fólk nennir þá má auðvitað móta kúlur úr þessu.

Advertisements