Fatbomb er semsagt eitthvað sem inniheldur nánast bara fitu – hugsað til að ná upp í fituskammt dagsins – ekki verra ef þeir smakkast vel og til í ótal útgáfum á netinu ef þið googlið.

Mér fannst hinsvegar margar af uppskriftunum sem ég fann vera of háar í kolvetnum svo ég lagði höfuðið í bleyti og þetta var útkoman!

Þessir eru rosa góðir! Aðeins 4.5g í uppskriftinni miðað við þau hráefni sem ég notaði – skoðið vel innihaldslýsingar ef þið eruð að nota aðrar vörur. Úr uppskriftinni fékk ég 35 bita og það gera 0.125g af kolvetnum í hverjum bita.

120g íslenskt smjör
50g MONKI heslihnetusmjör
30g kakósmjör
30g sukrin
8 dropar stevía
10g kakó

Allt hrært saman í potti þar til það er bráðnað. Skellt í form og kælt.

2017-02-01-16-36-12

Advertisements