Ég ákvað að gera tilraun til að búa til súrar gúrkur! Ef það er eitthvað sem slær á cravings hjá mér, þau örfáu skipti sem það gerist að ég fái cravings – þá er það súrar gúrkur eða rauðkál!

1 1/2 niðursneidd gúrka (ég notaði ostaskerann)
1 1/2 dl edik (borðedik)
1 1/2 dl vatn
2 dl sukrin
salt og pipar að smekk

Setjið allt nema gúrkurnar í pott og hitið þar til sukrinið er uppleyst. Setjið gúrkusneiðarnar í mátulega stórt ílát sem hægt er að loka (helst loftþétt) og hellið heitum vökvanum yfir. Lokið og látið standa…

Þegar þetta er skrifað eru mínar búnar að vera sólarhring í boxinu og farnar að taka í sig bragð.

Ef ykkur þykir edikbragðið of mikið þá er lítið mál að hella smá vökva af og bæta vatni út í 🙂

Advertisements