3 egg
100g hreinn smurostur

Aðskiljið rauður og hvítur. Stífþeytið hvíturnar mjög vel (ef það gengur illa getur verið gott að skella 1 tsk edik út í, og svo er alltaf gott að þurrka skálina að innan með ediki áður en maður byrjar til að hún sé pottþétt tandurhrein)

Blandið eggjarauðum og smurosti saman þar til það er jafnt og fínt.

Setjið rauðu/ostablönduna varlega út í hvíturnar og hrærið með sleif.

Hellið öllu saman á bökunarpappír í ofnskúffu og dreifið úr þar til það þekur plötuna alveg og er jafnt.

Bakið í ca 20 mín á 150.

Mýkið smjör vel upp í örbylgju eða potti og smyrjið yfir brauðið. Það er gott að leyfa brauðinu að drekka smjörið í sig og strá svo kanil og sukrin eða annarri sætu yfir.

Rúlla upp og passa svo bara að borða ekki allt í einu…

Advertisements