800g þorskur (ekkert heilagt – hvorki magn né tegund)
1 dós bacon smurostur
1dl vatn
Hálft bréf bacon
1/2 pakki sveppir
rifinn ostur

Raðið fisknum í eldfast mót. Klippið baconið yfir (ég var með bacon sem ég hafði eldað deginum áður og átt í afgang). Skerið sveppina í sneiðar og setjið yfir.

Hrærið smurost með vatninu og hellið yfir fatið. Stráið rifnum ost yfir og eldið í ofni í ca 25 mín – eða þar til fiskurinn er orðinn fulleldaður.

Advertisements