Þessa er nú örugglega fallegra að setja í konfektform og geyma þannig. Ég átti þau ekki til og setti þá bra í box – fæ mér svo í lítinn bolla og borða með skeið 😉

Hef líka smurt þessu á kanilsnúða (uppskrift hér undir “Bakstur”) – það er rosa gott!

500g smjör
3 msk sukrin melis
1 msk kakó
1 tsk vanilludropar
3 tsk instant kaffi leyst upp í örlitlu soðnu vatni

Smjörið mýkt eða brætt – skiptir ekki öllu. Öllu hinu blandað útí og kælt. Geymist vel í kæli.

Smakkið til hvort þið viljið meira kaffi eða sætu bragð – má alveg leika sér með þetta að vild 🙂

Advertisements