Brauðið í þessa uppskrift er Oopsie uppskriftin mín sem er hér undir “Brauð”. Ég bakaði það í heillri ofnskúffu í þetta sinn.

1 hvítlauksostur
1 mexikóostur
1/2 askja sveppir
50g pepperóní
100g skinka
150g tex mex smurostur
1 tsk svínakraftur
2 dl vatn

Sveppir, pepperóní og skinka skorið niður og steikt á pönnu. Osturinn skorinn niður og bætt út í ásamt krafti og vatni. Látið malla þar til osturinn er bráðnaður.

Ef þetta verður of þunnt þá er lítið mál að þykkja með 1 tsk af Xanathan gum.

Smurt yfir Oopsie brauðið, rúllað varlega upp. Rifinn ostur settur yfir og inn í ofn þar til hann er orðinn fallega gylltur.

Advertisements